29.10.2007 | 19:55
hlemmur er staður til að fylgjast með fólki á
ég hef ætíð haft ákveðna fordóma gagnvart hlemmi, samt sem áður hef ég notað hlemm líkt og margir aðrir Íslendingar, ég samt hætti mikið að nota hlemm eftir að ég fór að keyra mikið á míkrunni minni, en tá myndaði ég einhverskonar söknuð við hlemm seint og síðar meir, núna finn ég að hlemmur er ein af teim góðu minningum sem ég á mér, ég sakna hlemm, ég ætla að skella mér í heimsókn tangað innan tíðar og jafnvel gersast svo flippaður að taka strætó sona til gamallar minningar bara helst á sumar tíma, ekki gaman að sitja í ísköldum vagni eða hvað?
ég hinsvegar gerði um daginn, soldið síðan samt, rannsókn á hlemmi, ég var með myndaða skoðun á hlemmi áður en ég fór tangað til að gera Eigindlega rannsókn á hlemmi, ég sat fastur á því að hlemmur væri sorastaður og þar yrði mikið af rónum sem væru að angra fólk og hangadi þar.
Það kom hinsvegar mjög á óvart að hlemmur var ekki eins slæmur staður og ég hafði ýmindað mér, en þess má geta að ég gerði rannsókn mína einungis að næturlagi og ég get tví ekki alhæft hvernig staður hlemmur sé nema bara á kvöldin. Þá er líklegt að aðrir sem myndu gera rannsókn á hlemmi fengi allt aðrar niðurstöður en ég. Það var tekið vel á móti mér, og hliðarvörðurinn var til í að svara spurningum án þess að marr turfti að tala hann mikið til. Hlemmur er strætisvangabiðstöð sem hefur verið starfrækt í um 30 ár og hefur tað gengið misvel, það er ekki sjaldan sem marr tekur ettir auglýsingum sem eru að reyna hvetja fólk til að nota strætisvagna kerfið, en frekar hefur dregið úr tví að fólk sækist í að nota tessa almenningsvagna að miklum hluta til vegna hve slæmar sögur hafa farið að teim og hve mikið af rónum og útigangsfólki séu með læti á hlemmi, en er tað ekki samt liðin tíð? enda keisarinn löngu farinn frá hlemmi og skólakrakkar með frían aðgang að tessari strætisvagna notkun í dag.
ég fann tá eina mótsagnargrein eftir mig í mbl.is
Ný hangmiðstöð!
Ertu falleg/ur?

FLEST allt í dag virðist byggjast á því að vera "inn" og til þess þarf ákveðið útlit. Það þekkja allir stöðluðu Barbí- og Ken-ímyndina sem gerði Jónínu Benediktsdóttur brjálaða, og kom hún með þessa frægu setningu: ,,Drepum Barbí.
Til eru fjölmörg dæmi þess að fólk fyllist minnimáttarkennd vegna þess að það er ekki í útliti eins og grindhoraðar tískufyrirsætur eða kynæsandi poppstjörnur. Mjög skýr skil eru á milli þess hvað telst fallegt og hvað ljótt. Samkvæmt þessum óskráðu lögum getur fita aldrei verið annað en lýti, nef má ekki vera of stórt og kvenleggir ekki of loðnir. Fólk sem er á einhvern hátt öðru vísi í útliti er jafnvel lagt í einelti, til dæmis í skólum, eða haft útundan því útlit þess er ekki talið ásættanlegt. Það er ekki að furða að slíkt gerist enda eru börn heilaþvegin með öllum myndböndunum á Popp-tíví þar sem fyrirmyndirnar líta út eins og fyrirsætur, til dæmis Jennifer Lopez, Christina Aguilera, Atomic Kitten og Ricky Martin. Þetta er allt fólk sem, líkt og hundruð annarra, hefur reynt að koma sér á framfæri í krafti hæfileika sinna og var svo lánsamt að vera valið úr hópnum. Eða voru þau kannski valin vegna þess hversu sæt þau eru á sviði? Þau eru klædd í tískuföt, máluð, hárið litað og lagað þangað til lítið er eftir af hinni upprunalegu manneskju heldur er í staðinn komin óraunveruleg fígúra sem sköpuð er af markaðnum. En hvað svo þegar fegurð þeirra tekur að fölna? Þá er þetta fólk búið að vera, öðrum fegurri er falið hlutverk þess og hringrásin heldur áfram.
Staðreyndin er sú að farið er að líta á ytra útlit sem einn af helstu kostum fólks. En útlitið skiptir ekki mestu máli heldur hin innri manneskja. Þetta gæti virst gömul tugga en samt stendur hún enn fyrir sínu. Margsinnis hef ég orðið vitni að því að fólk, sem er almennt talið mjög fallegt, verður ófrítt í einni svipan þegar það sýnir sinn spillta innri mann. Svo hef ég kynnst fólki sem er talið vera mjög ófrítt en eftir kynni við það þá byrjar þetta fólk að fríkka vegna þeirrar innri manneskju sem það hefur að geyma og persónuleika. Því tel ég það fáránlegt að dæma fólk eftir ytra útliti.
Í ljósi þess að senn koma jólin langar mig til að brýna fyrir fólki að einblína á hinn innri mann í stað hins ytri og gleðjast á jólunum, jafnvel þótt ekki takist að komast í kjólinn fyrir jólin.
já en ein hræðilega myndin af mér sem birtist í morgunblaðinu, en allavega mun betri grein eftir mig
hehe smá flashback
Um bloggið
Limped
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
halkatla
-
nazareth
-
thelmaasdisar
-
grumpa
-
hrebbna
-
robertthorh
-
atlifannar
-
agny
-
ea
-
diddan
-
id
-
kransi
-
gisliivars
-
nosejob
-
tharfagreinir
-
isdrottningin
-
krossgata
-
jevbmaack
-
tryggvienator
-
thorgnyr
-
bergruniris
-
kariaudar
-
skrekkur
-
shogun
-
kiza
-
stormsker
-
hallurg
-
mia-donalega
-
sigurjon
-
vga
-
fararstjorinn
-
hnodri
-
zion
-
olafurfa
-
gurrihar
-
mist
-
benedikt
-
brandarar
-
valgeir
-
gummisteingrims
-
gummih
-
omarragnarsson
-
sleepless
-
stjornuskodun
-
texi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.